Erlent

Tyrkir segjast hafa fellt tugi Kúrda

Tyrkneski herinn segir að 41 Kúrdi hafi fallið í nýjustu átökunum í norðurhluta Íraks. Er tala fallinna þá komin upp í 153 síðan að Tyrkir réðust inn í Kúrdahéruðin fyrir síðustu helgi. Á sama tíma segir kúrdísk fréttastofa að uppreisnarmönnum hafi tekist að hrekja tyrkneska hermenn á flótta á sumum átakasvæðunum.

Ríkisstjórn Írak hefur hvatt Tyrki til að draga herlið sitt til baka en Tyrkir segja að þeir eigi fullan rétt á að verja sig gegn uppreisnarmönnum Kúrda við landamærin að Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×