Erlent

Hyggjast leyfa grisjun á fílastofninum í S-Afríku

MYND/Reuters

Stjórnvöld í Suður-Afríku hyggjast heimila fílaveiðar í landinu í fyrsta sinn í 13 ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla kemur fram að þetta sé gert þar sem þörf sé á því að grisja stofninn.

Fílum í Suður-Afríku hefur fjölgað úr átta þúsund í tuttugu þúsund frá árinu 1995 þegar veiðibanninu var komið á. Þykir þeim sem búa í nágrenni við fílana þeir orðnir frekir til fjörsins og éta bæði uppskeru og drekka vatn frá mönnum. Þá stafi einnig hætta af þeim.

Stjórnvöld gera sér grein fyrir að ákvörðunin er umdeild og hafa dýraverndunarsamtök þegar hótað því að fara með málið fyrir dómstóla og reyna að hafa áhrif á ferðamannastraum til Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×