Erlent

Zuma tekur fjórðu eiginkonuna

Jacob Zuma, sem nýlega tók við stjórnartaumunum í Suður-Afríska þjóðarráðinu(ANC) gekk í dag að eiga sína fjórðu eiginkonu. Athöfnin var látlaus og fór fram á heimaslóðum Zuma, sem þykir líklegastur til að taka við forsetaembæti landsisn þegar Thabo Mbke lætur af völdum

Nompumelelo Ntuli heitir brúðurinn og er 33 ára. Hún á fyrir tvö börn með Zuma en hann er talinn eiga alls um 14 börn. Þetta er í sjötta skiptið sem Zuma gengur í hjónaband en Ntulio verður ein af fjórum eiginkonum hans.

Zuma og utanríkisráðherra Suður-Afríku Nkosazana Dlamini-Zuma skildu árið 1998 og önnur eiginkona hans framdi sjálfsmorð árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×