Erlent

Nautabani illa leikinn í hringnum

Nautabani í Kólumbíu má þakka sínum sæla að hafa ekki týnt lífi þegar mannýgt naut réðst á hann í gær.

Nautuabaninn var að egna nautinu þegar það réðst á hann og rak hornin í háls hans, andlit, fót og maga milli þess sem það kastaði manninum til og frá. Nautabaninn slasaðist ekki lífshættulega en hlaut nokkur slæm sár og þarf að dvelja á sjúrkahúsi um tíma.

Hann hefur áður lent í viðlíka. Síðustu fjögur árin hefur hann verið stangaður fimmtíu og fimm sinnum. Nautabanar eru fjölmargir í Kólumbíu. Ólíkt því sem er á Spáni þá er þeim stranglega bannað að drepa nautin í hringnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×