Erlent

Ferðamenn flykkjast á hótel Madeleine McCann

Ferðamenn flykkjast nú til Prai da Luz þar sem Madeleine McCann hvarf þann 3. maí á síðasta ári. Fyrirbærið er kallað Morðferðamennska og er töluvert vinsæl í heiminum.

Samkvæmt frá sögn á bresku sjónvarpsstöðinni Sky News eru það einkum eldri hjón frá Lissabon sem nota helgarfrí sín til þess að heimsækja hótelið Ocean Club þar sem Madeleine bjó með fjölskyldu sinni. Mörg hjónanna láta taka mynd af sér fyrir framan dyrnar á herberginu sem Madeleine hvarf frá.

Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði í sögunni og staðir þar sem fræg morð hafa verið framin verða oft að vinsælum ferðamannastöðum.Til dæmis má nefna að sérstakar ferðir eru daglega um Hollywood þar sem stoppað er við hús þar sem frægar stjörnur hafa látist eða verið myrtar. Og í London er hægt að fá ferðir þar sem viðkomandi fer í fótspor Jack The Ripper og heimsækir staðina þar sem hann framdi morð sín.

En allir starfsmenn hótelsins Ocean Club eru ekki hrifinir af þeim ferðamönnum sem velta sér upp úr máli Madeleine. Einn þeirra segir að þetta fólk ætti að skammast sín




Fleiri fréttir

Sjá meira


×