Erlent

Kallaði Hillary skrímsli og þurfti að segja af sér

Helsti ráðgjafi Baracks Obama í utanríkismálum sagði af sér í gær. Samantha Power sagði í viðtali við skoska blaðið The Scotsman að Hillary Clinton væri skrímsli sem svifist einskis til að ná völdum.

Eins og flestir vita berjast Clinton og Obama nú af hörku um útnefningu demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Power reyndi að draga orð sín til baka áður en þau voru birt stórum stöfum á forsíðu blaðsins en það var of seint.

Þá baðst hún afsökunar og sagði síðan af sér. Power er prófessor við Harvard háskóla og Pulitzer verðlaunahafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×