Erlent

Thatcher útskrifuð af spítalanum

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Thatcher var í matarboði hjá vinum sínum í gærkvöldi þegar hún fékk aðsvif. Rannsóknir næturinnar leiddu ekkert í ljós en um tíma var óttast að hún hefði fengið slag. Hún var því útskrifuð í dag og er við góða heilsu að sögn aðstandenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×