Erlent

Samkomulag í Pakistan

Nawas Sharif hefur náð samkomulagi við ekkil Benazir Bhutto.
Nawas Sharif hefur náð samkomulagi við ekkil Benazir Bhutto.

Leiðtogar flokkanna tveggja sem fóru með sigur af hólmi í kosningunum í Pakistan í febrúar hafa komist að samkomulagi um að mynda samsteypustjórn. Asif Al Zardari, ekkill Benazir Bhutto og fyrrverandi forsætisráðherrann Nawaz Sharif tilkynntu þetta í dag og skoruðu á Pervez Musharraf forseta að kalla þingið saman nú þegar.

Kosningarnar í febrúar voru mikið áfall fyrir Musharraf og stuðningsmenn hans en hann hefur nú biðlað til þeirra sem taka við völdum að einbeita sér að því að stjórna landinu og láta af erjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×