Erlent

Engin niðurstaða í deilu Kólombíu við nágranna sína

Engin niðurstaða fékkst á neyðarfundi Samtaka Ameríkuríkja um deiluna sem komin er upp milli Kólombíu annarsvegar og Ekvador og Venesúela hinsvegar.

Ekvador fór fram á það að samtökin fordæmdu Kólombíu eftir árás þeirra á búðir Farc skæruliða innan landamæra Ekvador. Samtökin vildu ekki fordæma Kólombíu en ákveðið var að efna til fundar um málið með öllum utanríkisráðherrum þeirra landa sem aðild eiga að samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×