Erlent

Föður leigubílabarnsins enn leitað

Litla stúlkan bræddi hjörtu slökkviliðsmannanna.
Litla stúlkan bræddi hjörtu slökkviliðsmannanna. Mynd/ AP

Föðursystir litlu stúlkunnar, sem var skilin eftir fyrir utan slökkvistöð í New York um helgina, hafði sjálf þurft að skilja barnið sitt eftir í umsjá annarra. Hún segist hafa óskað þess að stúlkan fengi að lifa góðu lífi.

Frænkan heitir Maria Siavichay og er 21 árs gömul þjónustustúlka sem fluttist til New York á síðasta ári. Hún sagði að sú ákvörðun að skilja Daníella eftir í höndum slökkviliðsmanna hafi að mörgu leyti verið erfiðari en að skilja eftir fjögurra ára gamalt barn sitt við sig. Hún hefði alltaf vitað að dóttir sín væri örugg í umsjá ömmu sinnar.

„Ég vissi þegar ég skildi dóttur mína við mig að ég myndi sjá hana aftur," sagði hún. „En ég vissi aldrei hvort ég myndi sjá frænku mína aftur," bætti hún við.

Á fimmtudagsmorgun lét Siavichay kunninga sinn, Klever Sailema, leigubílstjóra, aka barninu að slökkviliðsstöð á 43. breiðgötu í Corona. Sailema sagði svo að ókunnur maður hefði komið inn í leigubílinn með barnið og bleyjupoka. Síðan hefði maðurinn skyndilega horfið á brott.

Sailema var svo handtekinn á laugardag eftir að lögreglan komst að því að frásögn hans varðandi afdrif Daníella var ekki sönn. Siavichay var einnig handtekin en lögreglan leitar enn að bróður hennar, Carlos Rodast, sem er faðir litla barnsins.


Tengdar fréttir

Leigubílstjóri handtekinn vegna lyga um kornabarn

Leigubílsstjóri sem kom ungabarni á slökkvistöð í New York á fimmtudag og sagði að barnið hefði verið skilið eftir í bílnum hjá sér hefur verið handtekinn. Hann er ákærður fyrir að skálda upp söguna til að hjálpa fjölskyldu að losna við barnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×