Erlent

Þýskir hermenn of feitir

Þessi þýski hermaður þarf að taka sig á.
Þessi þýski hermaður þarf að taka sig á.

Þýskir hermenn eru feitir, reykja of mikið og æfa of lítið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gerð var til að kanna ástand þýska hersins.

"Hin almenna hugmynd sem við höfum um hermenn er að þeir séu í góðu formi, hraustir og heilbrigðir. Raunin er hins vegar allt önnur," sagði hinn þýski ráðherrra hermála, Reinhold Robbe þegr skýrslan var kynnt almenningi í dag.

Í henni kemur fram að 40% þýskra hermanna á aldrinum 18 - 29 ára eru of þungir. Til sambanburðar má geta að áætlað er að 35% þýskra ríkisborgara séu og þungir.

"Ég ætla ekki að reyna að leyna því að niðurstöður þessarar skýrslu hræða mig mjög," sagði Robbe sem kennir letilífstíl hermanna um hvernig komið er fyir þeim.

Þýski herinn telur nú um 245 þúsund hermenn. Níu ár eru síðan hann tók þátt í hernaðaraðgerðum í fyrsta skipta síðan í síðari heimstyrjöldinni. Það var í loftárásum NATO á Júgóslavíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×