Erlent

Einn hinna grunuðu í Madeleine-málinu fær skaðabætur

Robert Murat
Robert Murat
Robert Murat hefur náð sáttum um skaðabætur og skriflega afsökunarbeiðni við 11 dagblöð og eina sjónvarpsstöð í Bretlandi fyrir meiðyrði. Murat er einn grunaðra í rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann sem hvarf í maí á síðasta ári.

Meiðyrðamálið hefði átt að fara fyrir rétt á fimmtudag hefðu sáttir ekki náðst og krafðist Murat 550 þúsund punda.

Aðrir sem grunaðir eru í málinu eru foreldrar Madeleine en þau hafa einnig náð sáttum við fjölmiðla í Bretlandi vegna meiðyrða.

Murat var yfirheyrður af lögreglu stuttu eftir hvarfið en neitaði ávallt öllum ásökunum um að hafa staðið að baki hvarfinu. Portúgölsk lög eru hins vegar svo að hægt er að vera opinberlega grunaður í máli án ákæru svo lengi sem rannsókn stendur yfir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×