Erlent

Odinga hættir við fjöldamótmæli í Kenía

Kofi Annan og Raila Odinga fyrir fund í Naíróbí í morgun.
Kofi Annan og Raila Odinga fyrir fund í Naíróbí í morgun. MYND/AFP
Raila Odinga stjórnarandstöðuleiðtogi í Kenía hefur hætt við fjöldamótmæli í dag og á morgun að ósk Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Annan hefur stýrt samningaviðræðum Odinga og Mwai Kibaki forseta síðasta mánuðinn. Í gær sleit hann viðræðunum en sagðist ætla að þrýsta á leiðtogana að ná samkomulagi í stað þess að tala "í hringi" eins og AP fréttastofan orðaði það.

Áætlanir um mótmæli vöktu ótta um að þau yrðu til nýrrar ofbeldisöldu í landinu. Meira en eitt þúsund manns hafa látist í óeirðum frá úrslitum forsetakosninganna 27. desember og rúmlega 600 þúsund flúið heimili sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×