Erlent

Frelsun fjögurra gísla í Kólumbíu

Hugo Chaves forseti Venesúela hafði milligöngu um samninga við uppreisnarmennina.
Hugo Chaves forseti Venesúela hafði milligöngu um samninga við uppreisnarmennina.
Tvær þyrlur frá Venesúela eru lagðar af stað í sendiför sem miðar að því að frelsa fjóra gísla sem uppreisnarmenn Farc hafa lofað að láta lausa. Þarlendir fjölmiðlar segja að þyrlurnar hafi farið frá Venesúela rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Fjórmenningarnir eru kólumbískir þingmenn. Þeir eru meðal 40 háttsettra gísla sem haldið hefur verið af Farc.

Í síðasta mánuði voru tvær konur frelsaðar eftir að yfirvöld í Venesúela sömdu um lausn þeirra. Það hefur vakið upp vonir um að fleiri gíslar fáist lausir.

Uppreisnarmennirnir sögðu í síðasta mánuði að þeir myndu leysa fjórmenningana eftir viðræður sem Hugo Chavez forseti Venesúela hafði beitt sér fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×