Erlent

Járnfrúin á spítala

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var í kvöld flutt á sjúkrahús í Lundúnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Þar segir einnig að þar hafi hún átt að gangast undir rannsóknir en engar frekari upplýsingar hafa fengist um málið. Thatcher, sem ber núna titilinn barónessa, er 82 ára og fékk árið 2005 nokkur minni háttar slög og var í kjölfarið ráðið frá því að láta til sín taka á opinberum vettvangi.

Hún var forsætisráðherra Bretlands í ellefu ár eða þar til flokksbræður hennar hröktu hana frá völdum árið 1990. Hún fékk viðurnefnið Járnfrúin fyrir harðdrægni sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×