Ekkert lát varð á íkveikjum í Danmörku í gærkvöldi og nótt og sitja nú tíu manns í fangageymslum lögreglu af þeim sökum.
Rýma varð tvö fjölbýlishús vegna eldsvoða í gærkvöldi, annarsvegar í Roskilde og hinsvegar við Bröndby Strand í gærkvöldi. Íbúarnir gátu þó flutt inn aftur í nótt.
Mestur hluti af íkveikjunum varð í gámum, skúrum og húsvögnum en tilfellin skipta tugum eftir nóttina og dreifast um allt landið.
Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra hvatti ungmenni í Danmörku til að halda ró sinni í ræðu í gærdag en það virðist hafa haft lítil áhirf.