Erlent

Metfé fyrir listaverk

Andy Warhol.
Andy Warhol.
Metfé var greitt fyrir nútímalistaverk á uppboði hjá Sothebys í gær en meðal þeirra voru verk eftir Francis Bacon og Andy Warhol. Alls fengust um 13 milljarðar króna fyrir verkin í heild. Dýrasta verkið, Stúdía á naktri konu í spegli, eftir Bacon frá árinu 1969 var slagið á 2,6 milljarða króna og Þrjár sjálfsmyndir eftir Warhol frá árinu 1986 var slegið á 1,5 milljarð króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×