Erlent

Kínverska leyniþjónustan njósnar um íþróttafréttamenn

Á morgun kemur út í Frakklandi bók sem greinir frá því að hin umfangsmikla leyniþjónusta Kína sé nú í fullum gangi að njósna um alla fréttamennina og fleiri sem verða viðstaddir Olýmpíuleikana í Bejing í sumar.

Bókin er skrifuð af franska rithöfundinum Roger Faligot og ber heitið Kínverska leyniþjónustan frá Maó til Olympíuleikana. Roger segir meðal annars að í flestum sendiráðum Kína í heiminum sé búið að mynda sérstaka njósnahópa sem eigi að safna upplýsingum um íþróttafréttamenn og kanna hvort þeir séu velviljaðir kínverskum stjórnvöldum eða ekki.

Hugsanlegir erlendir njósnarar sem komi til Kína dulbúnir sem fréttamenn eða gestir verða undir sérstöku eftirliti. Hið sama gildir um mannréttindafrömuði sem hugsanlega ætla að nota Olympíuleikana til að mótmæla í baráttumálum sínum eins og til dæmis ástandinu í Tíbet.

Skipun kínverskra stjórnvalda til leyniþjónustunnar er einfaldlega, við viljum engin vandræði á olympíuleikunum. Roger sem talar mandarín lýtalaust ræddi við fjölda kínverska embættismanna um málið. Hann staðhæfir að sem stendur vinni um 2 milljónir manna beint eða óbeint fyrir kínversku leyniþjónstuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×