Erlent

Greitt með gemsanum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Mexíkóskir farsímaeigendur geta innan skamms framkvæmt ýmis minni háttar fjárútlát, svo sem greiðslur fyrir leigubifreiðar og máltíðir á veitingahúsum, með símanum.

Þetta er afrakstur samstarfs mexíkóskra banka og fjarskiptafyrirtækja sem felur í sér tengingu símanúmers og bankareiknings. Eigandinn sendir textaboð úr símanum og innir greiðsluna þannig af hendi. Stefnt er á að hleypa þessari nýju þjónustu af stokkunum á haustmánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×