Erlent

Margir mótmæla framboði Nader til forseta

Mótmælum rignir nú yfir neytendafrömuðinn Ralph Nader í kjölfar þess að hann hefur ákveðið að gefa kost á sér enn á ný í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Það eru einkum frjálslynd félagasamtök og einstaklingar sem hvetja hann til að hætta við þetta framboð sitt. Þessir hópar telja að framboð Nader árið 2000, þar sem hann fékk tæp 3% atkvæða, hafi komið í veg fyrir sigur Al Gore á George Buch í þeim kosningum. Og þeir segja að framboð Nader muni aðeins gagnast Repúblikönum á kostnað Demókrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×