Erlent

Fujimori lendir í Perú

Alberto Fujimori fyrrum forseti Perú var fluttur aftur til heimalandsins í dag, framseldur frá Chile. Í Perú verður réttað yfir honum vegna morða á 25 manns, sem féllu fyrir hendi dauðasveita á valdatíma Fujimoris á síðasta áratug síðustu aldar.

Þá hefur hann verið ákærður fyrir spillingu í opinberu starfi.

Sjónvarpið í Perú sýndi myndir af lendingu flugvélar, sem flutti Fujimori, í borginni Tacna í suðurhluta landsins. Hún átti síðan að fara til höfuðborgarinnar Lima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×