Erlent

61 látinn og 40 saknað eftir flugslys

Flugvélin brotlenti utan brautar.
Flugvélin brotlenti utan brautar. MYND/AP

Ríkisstjóri Phuket-eyju segir 61 látinn og 40 saknað eftir að flugvél á vegum taílenska lággjaldaflugfélagsins One-Two-Go brotlenti við flugvöllinn á eyjunni. Alls voru 123 farþegar í vélinni, þar á meðal fjöldi erlendra ferðamanna, auk áhafnarinnar. Yfirvöld segja að um 20 farþegar hafi þegar verið fluttir á sjúkrahús.

Flugmenn vélarinnar höfðu óskað eftir því að lenda í Phuket vegna slæms veðurs og skall vélin niður og brotnaði í tvennt í lendingunni. Í kjölfarið kviknaði eldur í flakinu.

Sem fyrr segir var vélin á vegum lággjaldaflugfélagsins One-Two-Go, sem er í eigu Orient Thai Airways, og var hún á leið frá Bangkok, höfuðborg Taílands. Vélin var af gerðinni McDonnel Douglas MD-80.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×