Erlent

Smokkaframleiðendur funda í Suður-Kóreu

Deilt um smokkastærð.
Deilt um smokkastærð. MYND/Netið

Um eitt hundrað smokkaframleiðendur frá yfir fimmtíu löndum hittast á mánudaginn í Suður-Kóreu til skrafs og ráðagerða. Á fundinum er ætlunin að reyna smíða samræmdan alþjóðlegan stuðul varðandi gæði og stærð smokka.

Yfir þrjátíu prósent smokka sem seldir eru í heiminum í dag eru framleiddir í Suður-Kóreu. Framleiðendur þar í landi telja því einboðið að suður-kóreskir stuðlar varðandi gæði og stærð smokka verði hafðir til hliðsjónar í samræmingarferlinu.

Kim Sung-Hoon, talsmaður suður-kóreska smokkaframleiðandans Unidus Corps, segir ekkert standa í vegi fyrir því að samkomulag muni nást um tillögur Suður-Kóreumanna. „Stærð suður-kóreskra smokka uppfyllir öll alþjóðleg skilyrði. Limastærð karlmanna hér í landi hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum og við höfum aðlagað okkar framleiðslu að því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×