Erlent

Saka Rússa um flugskeytaárás

Rússneskir sjóliðar.
Rússneskir sjóliðar. MYND/Getty Images

Stjórnvöld í Georgíu sökuðu rússnesk stjórnvöld í morgun um að hafa skotið flugskeyti að landinu. Að sögn ráðamanna í Georgíu á flugskeytinu að hafa verið skotið úr orrustuþotu og lent í bænum Tsitelubani um fjörtíu kílómetra fyrir vestan höfuðborgina Tbilisi. Engan sakaði í árásinni.

Flugskeytið lenti án þess að springa á akri skammt frá þorpinu Tsitelubani um 65 kílómetra frá höfuðborg landsins, Tbilisi. Að sögn ráðamanna í Georgíu á flugskeytinu að hafa verið skotið úr rússneskir herþotu um klukkan hálfátta að staðartíma í gærkvöldi. Rússnesk hernaðaryfirvöld hafa vísað ásökunum á bug og segja engar rússneskar herþotur hafa rofið lofthelgi Georgíu.

Samskipti Rússlands og Georgíu hafa verið stirð allt frá því að Mikhail Sakkashvili, forseti Georgíu, komst til valda árið 2003. Síðan þá hafa Georgíumenn leitast eftir nánari samvinnu við Evrópusambandið og Bandaríkjamenn og hafa ennfremur inngöngu í Nató á stefnuskránni. Þá hafa löndin deilt um yfirráð yfir sjálfstjórnarhéruðunum Abkhazia og Suður Ossetiu en þau voru áður hluti af Georgíu.

Í fyrra settu rússnesk stjórnvöld bann á allan innflutning frá Georgíu eftir að georgísk stjórnvöld sökuðu tvo rússneska hermenn um njósnir. Síðan þá hefur nánast allt flug á milli landanna legið niðri. Rússar hafa nú tvær herstöðvar í Georgíu síðan frá tímum Sovétríkjanna. Samkvæmt samkomulagi verður þeim hins vegar lokað á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×