Erlent

Farþegalistinn af Titanic birtur á Netinu

Farþegalistinnn af frægasta farþegaskipi heims, Titanic, var í dag birtur í fyrsta sinn á Netinu, 95 árum eftir að skipið steytti á ísjaka og sökk í Atlantshafið. Alls týndu ríflega 1500 manns lífi í slysinu í þessari jómfrúrferð Titanic frá Southampton til Bandaríkjanna en skipið var á sínum tíma talið ósökkvandi.

Í farþegahópnum voru fjölmargir sem hugðust hefja nýtt líf og í Bandaríkjunum. Hingað til hefur listinn aðeins verið aðgengilegur á Þjóðskjalasafninu í Kew á Englandi en nú getur hver sem er skoðað hann á heimasíðunni findmypast.com. Ókeypis aðgangur verður að listanum í viku.

Titanic lagði upp í ferðina örlagaríku 10. apríl 1912 og þess verður minnst á morgun með athöfn í Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×