Erlent

Göran Persson hættir þingmennsku

MYND/SDA

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, hættir þingmennsku um næstu mánaðamót.

Eftir því sem fram kemur á vef sænska ríkisútvarpsins lagði hann inn afsögn sína í sænska þinginu í gær. Í tilkynningu til fjölmiðla segir Persson að hann hafi greint frá því um leið og hann sagði af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins að hann myndi einnig hætta sem þingmaður.

Persson hyggst vinna að nýrri bók þegar þingmennskunni lýkur ásamt því að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á alþjóðavettvangi eins og hann orðar það.

Persson ákvað að segja af sér formennsku í Jafnaðarmannaflokknum í fyrra eftir að hann flokkur hans tapaði völdum í þingkosningum. Mona Sahlin tók við embættinu af honum en hún er stödd hér á landi í tengslum við landsfund Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×