Erlent

Kasparov sleppt úr haldi

MYND/AFP

Rússneska lögreglan hefur sleppt Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák og einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, úr haldi en hann var handtekinn í morgun í tengslum við mótmæli sem stjórnarandstæðingar hugðust efna til á Pushkin-torgi í Moskvu. Frá þessu greinir Sky-sjónvarpsstöðin.

Yfirvöld höfðu bannað mótmælin og voru vel á annað hundrað mótmælenda handteknir í morgun. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu í Moskvu í dag þar sem jafnvel er búist við stjórnarandstaðan reyni að efna til mótmæla annars staðar í borginni. Þá hafa stjórnarandstæðingar einnig boðað til mótmæla Pétursborg á morgun en yfirvöld hafa ekki gefið leyfi fyrir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×