Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum.
Þrjár kirkjur í Norrebro-hverfinu hafa opnað dyr sínar fyrir ungmennum sem mótmæla nú í hverfinu. Aðstandendur Ungdomshuset hafa sagt að þeir láti húsið ekki eftir baráttulaust.
Eigendur hússins, kristilegu samtökin Faderhuset segjast spenntir fyrir framtíð sinni á Jagtvej, að nú loksins sé hægt að hefja þar þá uppbyggingu sem þeir hafa hugsað sér en samtökin keyptu húsið fyrir fimm árum síðan.