Erlent

Blóðug kosningabarátta í Gvatemala

MYND/AFP

Íbúar í Suður-Ameríkuríkinu Gvatemala gengu að kjörborði í dag og kusu sér forseta í einni af blóðugustu kosningabaráttu sögunnar. Rúmlega 50 frambjóðendur, stjórnmálamenn og ættingjar þeirra hafa verið myrtir í aðdraganda kosninganna.

Alls bjóða 16 manns sig fram til forseta en baráttan virðist standa á milli vinstri mannsins Alvaro Colom og hins fyrrverandi hershöfðingja Otto Perez Molina. Til að sigra þarf frambjóðandi helming greiddra atkvæða en litlar líkur eru taldar á því að einhverjum takist það í þessari umferð kosninganna. Önnur umferð fer fram í byrjun nóvembermánaðar milli þeirra tveggja frambjóðenda sem fá flest atkvæði nú.

Íbúar Gvatamala eru enn að gjalda fyrir nærri hálfrar aldar borgarstríð sem stóð frá árunum 1960 til 1996 og kostaði um 250 þúsund mannslíf. Í landinu ríkir mikil fátækt og spilling. Alvaro Colom hefur heitið verulegum umbótum í landinu en hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir spillingu og seinagang. Molina aftur á móti hefur heitið því að efla löggæslu í landinu og setja dauðarefsingu aftur í lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×