Fótboltabullan fékk skilorðsbundinn dóm 4. september 2007 14:31 MYND/AP Frægasta fótboltabulla Norðurlanda, sem ákærð var fyrir að hlaupa inn á völlinn í leik Dana og Svía á Parken í júní síðastliðnum, var í dag dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í bæjarrétti í Kaupmannahöfn. Auk þess var hinn 29 ára gamli Dani dæmdur til að sinna 40 klukkustundum í samfélagsvinnu og borga sakarkostnað. Maðurinn komst í heimsfréttirnar fyrr í sumar í sögulegum leik Dana og Svía á Parken. Þá hljóp hann inn á völlinn og reyndi að kýla dómarann, Herbert Fandel, eftir að hann hafði dæmt vítaspyrnu á Dani vegna þess að einn úr danska liðinu hafði kýlt mótherja sinn niður í markteignum. Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði Svíum 3-0 sigur í leiknum og setti danska knattspyrnusambandið í heimaleikjabann ásamt því að sekta það. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa hlaupið í leyfisleysi inn á völlinn en hann hafði viðurkennt það brot. Þá var hann dæmdur fyrir að reyna að slá til dómarans. Dómarinn sagði við réttarhöldin í dag að venjulega væru menn dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi fyrir árásir sem þessa en að undantekning yrði gerð í þessu tilviki af því að málið hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir bulluna sem nú þyrfti að vera í felum. Lögmaður mannsins, sem býr í Svíþjóð, sagðist ekki hafa ákveðið hvort málinu yrði áfrýjað til æðra dómstigs. Forsvarsmenn Parken og Danska knattspyrnusambandsins gerðu samtals kröfur upp á um það bil 100 milljónir króna í bætur á hendur manninum vegna tekjutaps. Þeim kröfum var vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Frægasta fótboltabulla Norðurlanda, sem ákærð var fyrir að hlaupa inn á völlinn í leik Dana og Svía á Parken í júní síðastliðnum, var í dag dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í bæjarrétti í Kaupmannahöfn. Auk þess var hinn 29 ára gamli Dani dæmdur til að sinna 40 klukkustundum í samfélagsvinnu og borga sakarkostnað. Maðurinn komst í heimsfréttirnar fyrr í sumar í sögulegum leik Dana og Svía á Parken. Þá hljóp hann inn á völlinn og reyndi að kýla dómarann, Herbert Fandel, eftir að hann hafði dæmt vítaspyrnu á Dani vegna þess að einn úr danska liðinu hafði kýlt mótherja sinn niður í markteignum. Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði Svíum 3-0 sigur í leiknum og setti danska knattspyrnusambandið í heimaleikjabann ásamt því að sekta það. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa hlaupið í leyfisleysi inn á völlinn en hann hafði viðurkennt það brot. Þá var hann dæmdur fyrir að reyna að slá til dómarans. Dómarinn sagði við réttarhöldin í dag að venjulega væru menn dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi fyrir árásir sem þessa en að undantekning yrði gerð í þessu tilviki af því að málið hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir bulluna sem nú þyrfti að vera í felum. Lögmaður mannsins, sem býr í Svíþjóð, sagðist ekki hafa ákveðið hvort málinu yrði áfrýjað til æðra dómstigs. Forsvarsmenn Parken og Danska knattspyrnusambandsins gerðu samtals kröfur upp á um það bil 100 milljónir króna í bætur á hendur manninum vegna tekjutaps. Þeim kröfum var vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira