Erlent

Rannsókn á húsakaupum Olmerts

Ehud Olmert forsætisráðherra umkringdur lífvörðum við landamæri Palestínu.
Ehud Olmert forsætisráðherra umkringdur lífvörðum við landamæri Palestínu. MYND/AP
Dómsmálaráðuneyti Ísraels hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á fasteignakaupum Ehud Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem. Olmert keypti eign fyrir um 20 milljónir íslenskra króna, sem er um 10 milljónum undir markaðsvirði. Forsætisráðherrann heldur fram sakleysi sínu og segir að verðið hafi verið sanngjarnt og rannsóknin óþörf. Hann lofaði þó að vera samvinnuþýður við rannsóknaraðila. Verði hann fundinn sekur gæti hann þurft að segja af sér embætti. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Olmert er sakaður um spillingu, en hann hefur hingað til ekki verið sakfelldur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×