Erlent

Máttu líkja múslímum við nasista

Saksóknari í Kaupmannahöfn gerir ekki athugasemd við að þingmenn Danska þjóðarflokksins líki múslímum við nasista.
Saksóknari í Kaupmannahöfn gerir ekki athugasemd við að þingmenn Danska þjóðarflokksins líki múslímum við nasista. MYND/AP

Saksóknari í Kaupmannahöfn hefur komist að því að félagar í Danska þjóðarflokknum hafi ekki gerst sekir um kynþáttahatur þegar þeir líktu slæðum múslíma við hakakrossinn og múslímum við nasista.

Frá þessu er greint á vef TV2 í Danmörku. Það voru evrópuþingmaður flokksins, Mogens Camre, og tveir þingmenn flokksins í Danmörku, þeir Søren Krarup og Morten Messerschmidt, sem létu þessi orð falla og kærði Miðstöð um kynþáttamismunun ummælin til lögreglu.

Í niðurstöðu saksóknara kemur hins vegar fram að mennirnir hafi tekið virkan þátt í umræðum um málefni útlendinga, þar á meðal múslíma, í Danmörku og að stjórnmálamenn hafi víðtækara tjáningarfrelsi í umdeildum málum samfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×