Erlent

Abe biðst afsökunar á afsögn

Abe í embætti forsætisráðherra ásamt ráðherrum í stjórn sinni.
Abe í embætti forsætisráðherra ásamt ráðherrum í stjórn sinni. MYND / AFP
Fráfarandi forsætisráðherra Japan Shinzo Abe sagði í dag að hrakandi heilsa hefði orðið til þess að hann ákvað svo skyndilega að segja af sér. Hann bað þjóðina afsökunar á því að stuðla að pólitísku uppnámi. Abe hélt blaðamannafundinn á sjúkrahúsinu sem hann er á. Hann er 53 ára og sagðist hafa átt að skýra frá því að ástæða afsagnarinnar væri af heilsufarsástæðum. Abe sagði af sér 12. september síðastliðinn og var lagður inn á sjúkrahús næsta dag vegna álags og streitueinkenna. Hann var gagnrýndur fyrir að skýra ekki frá ástæðum afsaganarinnar og að hún hafi ekki verið nægilega virðuleg. Abe hefur gjarnan talað um virðuleika í ræðum sínum. Vinsældir forsætisráðherrans féllu um 30 prósent í stjórnartíð hans sem varði í eitt ár. Valdatíðin einkenndist af hneykslismálum og glappaskotum. Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn hans sögðu af sér vegna hneykslismála er tengdust fjármálum, þar á meðal einn sem hætti í síðasta mánuði eftir einungis eina viku í embætti. Þá framdi landbúnaðarráðherra sjálfsmorð vegna hneykslis í maímánði. Í júlí beið jafnaðarmannaflokkur Abes afhroð í kosningum og missti meirihluta í fyrsta sinn í áratugi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×