Erlent

Hörð átök milli stúdenta og lögreglu í Bangladesh

Yfir þrjú hundruð manns særðust í átökunum í morgun.
Yfir þrjú hundruð manns særðust í átökunum í morgun. MYND/AFP

Einn maður lét lífið og yfir þrjú hundruð særðust í átökum sem brutust út milli lögreglu og stúdenta í borginni Dhaka í Bangladesh í morgun. Mótmælin hófust á mánudaginn þegar hermenn réðust á stúdenta sem voru að mótmæla veru þeirra á háskólalóðinni.

Lögreglan skaut gúmmíkúlum og táragasi að mótmælendum sem höfðu kveikt í átta bifreiðum og kastað grjóti í átt að lögreglu.

Mótmæli hafa brotist út reglulega við háskólann í Dhaka eða allt frá því bráðabirgðastjórn studd af hernum tók völdin í landinu um síðustu áramót. Stjórnvöld hafa lofað kosningum seint á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×