Erlent

Bandaríska leyniþjónustan gagnrýnd í nýbirtri skýrslu

George Tenet, fyrrum yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA.
George Tenet, fyrrum yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. MYND/AFP

Starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, eru gagnrýndir harðlega í nýbirtri skýrslu fyrir að taka ekki nægjanlegt mark á hryðjuverkaógnum al-kaída fyrir árásirnar á tvíburaturnana í september árið 2001. Leyniþjónustan brást ekki við upplýsingum rúmu ári fyrir árásirnar um að tveir þekktir hryðjuverkamenn væru á leið til Bandaríkjanna.

Skýrslan var unninn á árunum eftir árásirnar en leynd var aflétt af hluta hennar í gær. Í skýrslunni eru starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar sagðir, rúmi ári fyrir árásirnar á tvíburaturnana, hafa fengið um 60 ábendingar um yfirvofandi hryðjuverkaárás.Þeir hafi hins vegar ekki brugðist við þeim upplýsingum né komið þeim áleiðis.

Þá er leyniþjónustan gagnrýnd harðlega fyrir að hafa ekki búið yfir áætlunum um viðbrögð við hryðjuverkárásum. Hins vegar segja skýrsluhöfundar að þrátt fyrir þessa augljósa annmarka sé ekki víst að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásirnar á tvíburaturnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×