Erlent

Fjórtán bandarískir hermenn láta lífið í þyrluslysi

Þyrla af gerðinni Black Hawk.
Þyrla af gerðinni Black Hawk. MYND/AFP

Fjórtán bandarískir hermenn létu lífð þegar herþyrla hrapaði í norðurhluta Íraks í morgun. Þetta er eitt mannskæðasta flugslys hjá bandaríska hernum frá því innrásin í Írak hófst fyrir fjórum árum.

Allt bendir til þess að bilun í tæknibúnaði þyrlunnar hafi valdið því að hún hrapaði. Þyrlan, sem var af gerðinni UH-60 Black Hawk, var á eftirlitsflugi ásamt annarri þyrlu af sömu gerð þegar slysið varð. Talsmenn bandaríska hersins segja ekkert benda til þess að þyrlan hafi orðið fyrir árás.

Í janúar árið 2005 létust 31 hermaður þegar flutningaþyrla hrapaði í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×