Enski boltinn

Terry: Það verður erfitt að heiðra United

NordicPhotos/GettyImages

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að það muni reynast sér þungbært að heiðra nýkrýnda deildarmeistara Manchester United á Stamford Bridge þegar liðin mætast í deildinni annað kvöld. United gerði slíkt hið sama fyrir Chelsea fyrir tveimur árum.

"Jose Mourinho er þegar búinn að lofa því að þeir verði heiðraðir þegar þeir koma af því þeir gerðu það fyrir okkur fyrir tveimur árum. Ég sá það á andlitum leikmanna United á sínum tíma að það hefur eflaust verið ansi þungbær reynsla, en við verðum að launa þeim virðinguna enda berum við virðingu fyrir þeim sem leikmönnumog einstaklingum. Við verðum að bera höfuðið hátt þegar við hyllum þa," sagði Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×