Erlent

Maradona aftur á sjúkrahús

Maradona og Pele ræða saman í þætti sem Maradona stjórnaði í argentínsku sjónvarpi.
Maradona og Pele ræða saman í þætti sem Maradona stjórnaði í argentínsku sjónvarpi. MYND/AP

Fyrrverandi knattsspynugoðið Diego Armando Maradona var fluttur aftur á sjúkrahús í dag, að því er argentínskir fjölmiðlar greina frá. Mun hann hafa þjáðst af kviðverkjum og var hann því sendur á sjúkrahús í Búenos Aíres. Læknar segja þó að hann sé ekki í lífshættu.

Aðeins eru tveir dagar síðan Maradona var útskrifaður af spítala eftir þrettán daga dvöl þar, en þar dvaldi hann vegna svokallaðrar bráðalifrarbólgu sem rekja má til óhóflegrar áfengisneyslu.

Knattspyrnusnillingurinn má nú muna sinn fífil fegurri en hann hefur ítrekað komist í fréttir síðustu ár vegna kókaínfíknar sinnar og glímu við aukakílóin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×