Enski boltinn

Hiddink: Chelsea ekki á dagskrá

Guus Hiddink vísar því alfarið frá að hann sé að taka við Chelsea af Jose Mourinho í sumar. Mikið hefur verið skrifað um það í vetur að Mourinho sé á förum frá félaginu venga deilna við Roman Abramovich eiganda Chelsea.

Hiddink sagði í viðtali að það væri ekki á dagskrá hjá sér að taka við Chelsea. Hann sagðist vera mjög ánægður í starfi sínu sem landsliðsþjálfari Rússlands.

„Ég á ár eftir að samningi mínum við Rússa og vonast til að tryggja liðinu Þátttöku í Evrópukeppninni 2008," sagði Hiddink.

Hann segir ástæðu sögusagnanna vera þá að hann sé þjálfari Rússa og að Abramovich, eigandi Chelsea, sé Rússi.

„Ég neita því ekki að ég og Abramovich tölum saman en ekki um starf hjá Chelsea. Það er hvorki á dagskrá hjá mér né þeim," sagði Hiddink að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×