Enski boltinn

Ronaldo skrifar undir fimm ára samning

Ronaldo í leiknum á móti AS Roma sem Manchester vann 7 -1.
Ronaldo í leiknum á móti AS Roma sem Manchester vann 7 -1. MYND/AFP
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við liðið. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð hins 22 ára Portúgala og var rætt um Real Madrid og Barcelona í því samhengi.

„Ég er afar ánægður. Ég talaði við Sir Alex Ferguson um framtíð mína og allir vissu að ég vildi vera áfram." sagði Ronaldo. „Ég er mjög ánægður hjá félaginu og ég vil vinna bikara og vonandi tekst það á þessu leiktímabili."

Framkvæmdastjóri United, Sir Alex Ferguson, bætti við „Þetta eru frábærar fréttir og sýna að Cristiano er ánægður hérna og að hann er hjá réttu félagi." Ferguson hélt svo áfram og sagði „Hann er í frábæru sambandi við liðsfélaga sína, starfsmenn félagins, stuðningsmenn þess og hann á eftir að verða einn af allra bestu leikmönnum Manchester United."

Ronaldo hefur spilað mjög vel með Manchester það sem af er leiktíðinni en United stefnir á að vinna þrennuna - Meistaradeildina, úrvalsdeildina og bikarkeppnina. Hann þykir einnig líklegastur til þess að hljóta viðurkenningu sem besti leikmaður ársins í Englandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×