Erlent

Vill gera friðarsamning við Norður-Kóreu

Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag reiðubúinn að gera friðarsamning við Norður-Kóreu, gegn því að Norður-Kóreumenn gæfust endanlega upp á að framleiða kjarnorkuvopn.

Bush sagði þetta á leiðtogafundi Asíu- og kyrrahafsríkja, sem fram fer í Sydney í Ástralíu. Bush hvatti einnig til þess á fundinum að Asíu- og Kyrrahafsríki semdu um efnahags- og umhverfismál. Hann sagði að tilgangslaust væri að semja um að minni útblástur gróðurhúsalofttegunda án þátttöku Indverja og Kínverja í slíkum samningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×