Erlent

Bandaríkjamenn ekki á leið frá Írak á næstunni

Írakskar öryggissveitir eru að sögn fyrrverandi hershöfðingja í her Bandaríkjahers í Írak ekki í stakk búnar til að taka við öryggisgæslu í landinu næsta eitt og hálfa árið hið minnsta.

Í nýrri skýrslu sem gerð var undir stjórn hershöfðingjans James Jones segir hann írakska lögreglu svo vanhæfa og litaða af trúarbragðadeilum, að réttast væri að losa sig við hana.Þá sagði hann að Bandaríkin ættu að draga eitthvað af herliði sínu heimt til að líkjast hersetuliði minna.

Skýrslan sú síðasta í röð skýrslna sem Bandaríkjaþing ferð yfir meðan það hugleiðir framhald aðgerða í Írak.

Samkvæmt könnun sem fréttastofa BBC lét gera telja flestir jarðarbúa að her bandaríkjamanna ætti að draga sig heim frá Írak innan árs. Samkvæmt henni vilja í það minnsta 39 prósent manna í tuttugu og tveimur löndum að herinn dragi sig heim strax, en önnur tuttugu og átta prósent vilja að það gerist smám saman.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×