Erlent

Tyrkir gera loftárás á fjallaþorp í Írak

Skæruliðar Kúrda á æfingu í norðurhluta Íraks.
Skæruliðar Kúrda á æfingu í norðurhluta Íraks. MYND/AFP

Tyrkneskar herþotur vörpuðu í dag sprengjum á kúrdískt fjallaþorp í norðurhluta Íraks. Nokkur mannvirki skemmdust í árásinni en engan sakaði að sögn yfirvalda í Írak.

Tyrkneskar herþotur fóru í dag nokkrar árásarferðir yfir landamærin til Íraks og þá hafa um 300 hermenn sótt allt að 10 kílómetra inn í landið. Alls eru um eitt hundrað þúsund tyrkneskir hermenn í viðbragðsstöðu við landamæri Íraks. Hafa tyrknesk stjórnvöld hótað allsherjar innrás í landið láti sveitir Kúrda ekki af skæruliðahernaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×