Erlent

Milljón manns í hrakningum vegna skógarelda

Guðjón Helgason skrifar

Nærri milljón manns er á hrakhólum vegna mikilla skógarelda í Kaliforníu. Óttast er að tjónið sem komið er verði metið á jafnvirði rúmlega sextíu milljarða íslenskra króna.

George Bush, Bandaríkjaforseti, lýsti eldana sem stórhamfarir í morgun og á því Kaliforníuríki skilyrðislausan rétt á stuðningi alríkisstjórnarinnar í Washington. Neyðarástandi var lýst yfir í gær. Það er mat manna að kostnaður vegna eyðileggingarinnar nemi rúmlega sextíu milljörðum króna nú þegar. Nærri milljón manna er á hrakhólum og landsvæðið sem herfur brunnið er um sextán hundruð ferkílómetrar að flatarmáli.

Einn þeirra sem varð að yfirgefa heimili sitt er Ingólfur Haraldsson sem býr í San Diego. Hann þurfti að fara að heima á mánudagsmorguninn til tengdaforeldra sinna og svo aftur þaðan að kvöldi þegar eldarnir náður lengra. Hann sneri aftur heim í gærkvöldi. Húsið hans hafði sloppið giftursamlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×