Erlent

Vilja auka umhverfisvitund Frakka

Nicolas Sarkozy, frakklandsforseti.
Nicolas Sarkozy, frakklandsforseti. MYND/AFP

Frestun vegaframkvæmda og lagningu nýrra flugvalla er meðal þess sem lagt er til í skýrslu starfshóps um stefnumótun í frönskum umhverfismálum sem Nicolas Sarkozy, forset Frakklands, skipaði. Þá er ennfremur lagt til að settur verður skattur á þungabifreiðar og að óumhverfisvænir bílar verði merktir sérstaklega.

Frakkar hafa lengi dregið lappirnar í umhverfismálum og eru nú langt á eftir Þjóðverjum og Norðurlöndum í þeim málaflokki. Starfshópnum var ætlað að reyna finna leiðir til að bæta úr því og auka umhverfisvitund Frakka.

Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að Frakkar nýti sér í meira mæli endurnýtanlega orkugjafa á borð við vind- og sólarorku. Þá hefur einnig verið lagt til að dregið verði verulega úr þungaflutningum á þjóðvegum landsins. Meðal annars með því að láta lestarkerfið anna þeim flutningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×