Erlent

Opna aftur flotastöð við Suðurskautslandið

Ferðamenn á Suðurskautslandinu.
Ferðamenn á Suðurskautslandinu. MYND/AFP

Yfirvöld í Chile í Suður Ameríku hafa ákveðið að taka aftur í notkun flotastöð við Suðurskautslandið en stöðinni var lokað fyrir fimm árum. Vilja Chilebúar með þessu tryggja hagsmuni sína á svæðinu.

Stöðin, sem er á Greenwich eyju, var lokað sparnaðarskyni árið 2002. Á síðustu mánuðum hafa hins vegar fjölmargar þjóðir gert tilkall til yfirráða yfir hafsvæðum við Suðurskautslandið. Meðal annars Bretar, Rússar, Ástralir, Frakkar og Brasilíumenn.

Óttast Chilebúar nú að þeir kunni að verða undir í samkeppni þjóða um yfirráð yfir svæðum við Suðurskautið ef þeir aðhafast ekkert. Því ákváðu stjórnvöld í samráði við sjóher landsins að opna stöðina á ný.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×