Erlent

Bhutto grafin í dag

Bhutto verður borin til grafar í dag.
Bhutto verður borin til grafar í dag.

Lík Benazir Bhutto hefur verið flutt til heimabæjar hennar í Sindh, þar sem það verður grafið í dag. Pervez Musharraf, forseti Pakistan, bað þjóð sína í gær um að sýna stillingu.

Stuðningsmenn Bhuttos létu orð Musharrafs sem vindu um eyru þjóta og gengu berseksgang í gær. Að minnsta kosti ellefu manns lífið í þeim átökum.

Morðið á Bhutto fordæmt víða í gær, og sendi öryggisráð sameinuðu þjóðanna meðal annars frá sér yfirlýsingu þar sem morðinu var lýst sem skelfilegu hryðjuverki.

Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að þingkosningar sem ráðgert var að halda áttunda janúar fari fram samkvæmt áætlun. Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra og pólitískur andstæðingur Butthos, sagði hins vegar í gær að flokkur hans myndi ekki taka þátt í kosningunum nema að Musharraf forseti léti samstundis af völdum.

Enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgð á hendur sér en sérfræðingar telja líklegast að íslamskir öfgahópar séu ábyrgir fyrir morðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×