Erlent

Bandaríkjamenn rúmlega 303 milljónir talsins

Bandaríska þjóðin fer stækkandi.
Bandaríska þjóðin fer stækkandi.

Bandarísk stjórnvöld gera ráð fyrir því að Bandaríkjamenn verði rétt rúmlega þrjúhundruð og þrjár milljónir talsins á nýársdag og er það um 0,9% fólksfjölgun frá því síðastliðinn nýársdag.

Á árinu 2008 mun einn einstaklingur bætast við bandarísku þjóðina á 13 sekúndna fresti, samkvæmt spá yfirvalda. Eitt barn mun fæðast á átta sekúndna fresti, einn einstaklingur mun deyja á ellefu sekúndna fresti og einn innflytjandi mun bætast við þjóðina á 30 sekúndna fresti, samkvæmt spánni, sem byggir á rannsókn sem var gerð á tímabilinu 1. júlí 2006 til júlí nú í ár.

Þrátt fyrir að húsnæðisvandræði í vesturhluta Bandaríkjanna er búist við því að mesta fólksfjölgunin verði í Nevada, eða um 2,9%. Þar á eftir komi Arizona, en þar mun fólki fjölga um 2,8%.

Fólki fjölgaði mest í Texas á árinu 2007 og bættist hálf milljón við íbúafjöldann þar. Kalífornía er hins vegar fjölmennasta fylkið, en þar búa 37 milljónir manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×