Erlent

Hollensku götunafni breytt vegna Viagra

MYND/Getty Images

Yfirvöld í hollenska bænum Breda hafa ákveðið að breyta nafni nýrrar götu sem átti að heita St. Fiacrius court eftir að fólk fór að kalla götuna Viagra court.

Bæjarstjórnin breytti götuheitinu í Hofhage eftir kvartanir fólks sem ætlaði að flytja inn í byggingu við götuna. Því fannst afar neikvætt að búa við götu sem minnti svo mikið á getuleysislyfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×