Erlent

Umhverfis jörðina á eigin spiki

Óli Tynes skrifar
Báturinn Earthrace gengur fyrir lífrænu eldsneyti.
Báturinn Earthrace gengur fyrir lífrænu eldsneyti.

Nýsjálenskur maður hefur látið smíða fyrir sig mjög svo sérstakan bát sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti.

Á honum ætlar hann að slá hraðamet í siglingu umhverfis jörðina. Til þess að afla eldsneytis lét Pete Bethune fitusjúga sjálfan sig og fer því hluta leiðarinnar á eigin spiki. Bethune segir að mengandi útblástur frá vélum bátsins sé nákvæmlega enginn.

Báturinn, sem lítur út eins og eitthvað úr Starwars, ber nafnið Earthrace. Til þess að smíða hann veðsettu Bethune hjónin húsið sitt og seldu allar aðrar eigur sínar.

Það er breski báturinn Cable and Wireless Adventurer sem nú á hraðametið umhverfis jörðina. Hann fór leiðina á 75 dögum. Bethune ætlar að fara hana á 65 dögum. Til þess þarf hann að halda milli 20 og 25 hnúta meðalhraða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×